Evrópusambandið og spádómar.

Þetta er viðfangsefni sem hefur vakið mig mikið til umhugsunar. Og tel ég að það sé mikilvægt að gera okkur grein fyrir hvað þetta getur þýtt fyrir heiminn, okkur sem þjóð og það sem framundan er út frá biblíunni. Erum við að horfa á spádóma biblíunnar um síðustu tíma ganga í uppfyllingu fyrir framan augun á okkur? Hverjir eru gallar þess að ganga í ESB? Er Evrópusambandið endurreisn rómaveldis?

Þetta eru nokkrar spurningar sem ég ætla að reyna að svara.

 

Í Daníelsbók 2. kafla er talað um draum sem Nebúkadnesar dreymir og Daníel segir honum drauminn og þýðingu draumsins, eftir að hafa fengið hana frá Guði. Aðdragandi málsins er sá að Nebúkadnesar dreymir draum og hann lætur kalla alla spásagnamennina, særingarmennina og galdramennina og segir við þá að láta sig vita ekki bara þýðningu draumsins heldur líka sjálfan drauminn. Þá svöruðu þeir að það væri enginn maður sem gæti það og þá skipaði Nebúkadnesar að láta drepa alla vitringa í Babýlon. En Daníel fann náð í augum Guðs og Guð gaf honum drauminn og þýðingu hans.

 

Draumur Nebúkadnesars: (2. kafli. 31-35)

 

Þú horfðir fram fyrir þig, konungur, og stóð þar líkneski mikið. Líkneski þetta var stórt og yfirtaks-ljómandi. Það stóð frammi fyrir þér og var ógurlegt ásýndum.

Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri,

leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir.

Þú horfðir á það, þar til er steinn nokkur losnaði, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann. Hann lenti á fótum líkneskisins, sem voru af járni og leir, og molaði þá.

Þá muldist sundur í sama bili járnið, leirinn, eirinn, silfrið og gullið, og varð eins og sáðir á sumarláfa, vindurinn feykti því burt, svo að þess sá engan stað. En steinninn, sem lenti á líkneskinu, varð að stóru fjalli og tók yfir alla jörðina.

 

Ráðning draumsins: (2. kafli. 37-45)

 

Þú, konungur, yfirkonungur konunganna, sem Guð himnanna hefir gefið ríkið, valdið, máttinn og tignina,

þú, sem hann hefir mennina á vald selt, hvar svo sem þeir búa, dýr merkurinnar og fugla himinsins, og sett þig drottnara yfir því öllu, þú ert gullhöfuðið.

En eftir þig mun hefjast annað konungsríki, minni háttar en þitt er, og því næst hið þriðja ríki af eiri, sem drottna mun yfir allri veröldu.

Þá mun hefjast fjórða ríkið, sterkt sem járn, því að járnið sundurbrýtur og mölvar allt, og eins og járnið molar sundur, eins mun það sundurbrjóta og mola öll hin ríkin.

En þar er þú sást fæturna og tærnar, að sumt var af pottaraleir, sumt af járni, það merkir að ríkið mun verða skipt. Þó mun það nokkru í sér halda af hörku járnsins, þar sem þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn.

En þar er tærnar á fótunum voru sums kostar af járni og sums kostar af leir, þá mun það ríki að nokkru leyti verða öflugt og að nokkru leyti veikt.

Og þar er þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn, þá munu þeir með kvonföngum saman blandast, og þó ekki samþýðast hvorir öðrum, eins og járnið samlagar sig ekki við leirinn.

En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu,

þar sem þú sást að steinn nokkur losnaði úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann, og mölvaði járnið, eirinn, leirinn, silfrið og gullið. Mikill Guð hefir kunngjört konunginum hvað hér eftir muni verða. Draumurinn er sannur og þýðing hans áreiðanleg.  

 

Við sjáum að Nebúkadnesar var að velta fyrir sér þeim hlutum sem myndu verða eftir þetta og Daníel segir að Guð hafi opinberað honum það sem mun verða á síðustu tímum.

 

Við erum með líkneski sem er í mansmynd. Gullhöfuðið er ríki Nebúkadnesars, en eftir hann kemur minni háttar ríki af silfri sem var ríki Meda og Persa og við sjáum það í (5 kafla. 25-28), svo kom ríki af eiri sem varð heimsveldi sem voru Grikkir með Alexander mikla, svo kom fjórða ríkið sterkt sem járn sem sundurbraut öll hin ríkin eða rómaveldi.

Þetta kennir saga heimsins okkur, því meira sem við þekkjum í sögu því betri skilning getur maður haft á mörgu í biblíunni, því hún er jú sagan frá upphafi til enda. Og það eru allir meiri háttar atburðir í henni, þótt þeir séu stundum faldir í leyndardómum, spádómum, draumum o.s.fr.

En hvað kom eftir rómaveldi, rómaveldi er tvískipt það er annars vegar herveldi rómar sem réði öllum heiminum með vopnavaldi, enn hins vegar páfaveldi rómar eða kaþólska kirkjan. Ekki var síðarnefnda minna veldi, og er það veldi enn til staðar þó það sé ekki eins sýnilegt og var. 

Og þá fáum við fimmta ríkið að það eru fæturnir sem eru sums konar af járni (róm) s.s. járnið er enn til staðar, og sums konar af leir (hugsanlega Evrópusambandið). Þessi veldi munu blandast saman með kvonföngum en ekki samblandast sem gæti verið í gegnum kaþólsku kirkjuna, því ég er búinn að fara í það áður að kona getur verið táknmynd upp á kirkju hina sönnu eða hina fölsku. Og þetta ríki mun verða að nokkru leiti öflugt og að nokkru leiti veikt.

En Guð mun líka hefja ríki sem mun aldrei á grunn ganga og það ríki mun knosa og gera að engu öll þessi ríki og þótt að Nebúkadnesar, Medar og Persar, Grikkir séu í fortíðinni þá fer það vald og veldi sem þeir til unnu frá ríki til ríkis og endar allt í fimmta ríkinu.

Það mun steinn losna úr fjallinu án þess að nein mannshönd við komi og mölva járnið, eirinn, leirinn, silfrið og gullið sem þýðir að Guð mun sjálfur vinna sigurinn og fá heiðurinn af.

 

Í Daníel 7. kafla fær Daníel sýn um fjögur dýr fyrsta líkt ljóni, annað líkt bjarndýri, þriðja líkt pardusdýri og fjórða dýrið var hræðilegt, ógurlegt og yfirtaks öflugt. Það hafði stóra járntennur hugsanleg táknmynd upp á (rómaveldi) og át og muldi sundur og það sem eftir varð tróð það sundur með fótunum hugsanlega (fimmta ríkið eða Evrópusambandið), það var ólíkt öllum hinum dýunum og hafði tíu horn.

Í 17. versi segir:

 

Þessi stóru dýr, fjögur að tölu, merkja það, að fjórir konungar (andlegir og líkamlegir) munu hefjast á jörðinni,

en hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda. 

 

Samanber úr 2. kafla Daníels. að Guð muni reisa upp ríki sem muni knosa og gera að engu öll hin ríkin.

 

Og frá og með 23. versi í 7 kaflanum segir:

 

Hann sagði svo: Fjórða dýrið merkir, að fjórða konungsríkið mun rísa upp á jörðinni, sem ólíkt mun verða öllum hinum konungsríkjunum, og það mun upp svelgja öll lönd, niður troða þau og sundur merja.

Og hornin tíu merkja það, að af þessu ríki munu upp koma tíu konungar, og annar konungur mun upp rísa eftir þá, og hann mun verða ólíkur hinum fyrri, og þremur konungum mun hann steypa.

 

Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.

En dómurinn mun settur verða og hann sviptur völdum til þess að afmá þau með öllu og að engu gjöra.

En ríki, vald og máttur allra konungsríkja, sem undir himninum eru, mun gefið verða heilögum lýð Hins hæsta. Ríki hans mun verða eilíft ríki, og öll veldi munu þjóna því og hlýða.

Hér er það mál á enda. En mig, Daníel, skelfdu hugsanir mínar mjög, svo að ég gjörðist litverpur, og ég geymdi þetta í hjarta mínu.

 

Við sjáum að dýrið merkir konungsríki og með því að skoða söguna og líkneski Nebúkadnezer þá sjáum við að þetta er Rómarveldi og hvað er Evrópusambandið, það er endurreisn Rómarveldis.

Hornin merkja konungar sem gætu verið þeir menn sem fara fyrir sínu landi af aðildar löndunum og þá sjáum við að öll aðildarlöndin munu ekki ráða eins og við sjáum, heldur þessi stæðstu og sterkustu.

Samanber það mun sums kostar vera veikt og sums kostar öflugt úr Daníel 2. kafla.

Og þá mun annar konungur allt í einu upp rísa og hann verður ólíkur hinum fyrri og mun steypa þremur konungum. Ég trúi því að hér sé verið að tala um

antikrist sjálfan og hugsanleg munu þrír ekki vera tilbúnir að ganga undir hans áförm og þá mun hann steypa þeim.

 

Þetta er mjög merkilegt að mínu mati, en getur verið að þetta sé rétt sem ég er að segja, hvaðan fæ ég þetta eiginlega. Ég ætla að benda á nokkra hluti hérna á eftir og sýna ykkur myndir til að rökstyðja grun minn um að Evrópusambandið gæti verið endurreisn Rómarveldis og blandað saman kaþólsku kirkjunni.(Kirkja og ríki) 

1. Mós. 11 kafla. Fjallar um að mennirnir ákváðu að byggja turn til að ná til himins sem má læra af að þeir þyrftu ekki á Guði að halda og Guð steig niður og tvístraði þeim um alla jörðina og ruglaði tungumál þeirra svo það var klárlega eitthvað við það sem mennirnir voru að gera sem ekki var gott í augum Guðs.

Þessi turn er kallaður Babelturninn og til eru teikningar af honum eins og menn hafa haldið að hann væri.

Hér er mynd hinum forna Babelturni:

 

 

 

 

Hér er svo mynd af þjóðþingi Evrópursambandsins í Strasbourg, France:

 

 

 

Þjóðþingsbyggingin er byggð eftir Babelturninum, það fer ekki á milli mála.

 

 

 

Svo var þetta póstkort gefið út af Evrópusambandinu og sent til þjóða til kynningar.

 

 

Þetta er ekki alveg komið því að það er eitt enn merkilegra og það er þessi höggmynd hérna:

 

 

 

Hverjum dettur í hug að hafa konu ríðandi á dýri fyrir framan hjá sér þegar biblían talar svo skýrt um hversu djöfulegt það er (konan = (Jezebel Kaþólska kirkjan) og dýrið endureist Rómarveldi =ESB)

 

 

Í 13. kafla. Opinb. Er talað um tvö dýr og merkilegt að fyrra dýrið var líkt pardusdýri, bjarnardýri og ljóni, sem voru dýrin í 7. kafla Daníels en nú sameinuð í eitt dýr. Svo nú er verið að tala um síðustu tíma og þessi fjögur dýr saman í einu getur táknað(veldi eða konungsríki, bandalag þjóða), hornin (konungar eða fyrirmenn þjóða), höfuðin (fjöll og konungar).

Og dýrin í 13. kafla og 17. opinb. kafla hafa bæði sjö höfuð og tíu horn, svo líklega sama dýrið.

 

En skoðum aðeins 17. kaflann:

 

Og einn af englunum sjö, sem halda á skálunum sjö, kom til mín og sagði: Kom hingað, og ég mun sýna þér dóminn yfir skækjunni miklu, sem er við vötnin mörgu.

 

Konungar jarðarinnar hafa drýgt saurlifnað með henni, og þeir, sem á jörðinni búa, hafa orðið drukknir af saurlifnaðar víni hennar.

Og hann leiddi mig burt í anda á eyðimörk. Og ég sá konu sitja á skarlatsrauðu dýri, alsettu guðlöstunar nöfnum, og hafði það sjö höfuð og tíu horn.

Og konan var skrýdd purpura og skarlati, og var búin gulli og gimsteinum og perlum. Hún hafði í hendi sér gullbikar, fullan viðurstyggðar, og var það óhreinleikur saurlifnaðar hennar.

Og á enni hennar var ritað nafn, sem er leyndardómur: Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar.

Og ég sá að konan var drukkin af blóði hinna heilögu og af blóði Jesú votta. Og ég undraðist stórlega, er ég leit hana.

Og engillinn sagði við mig: Hví ertu forviða? Ég mun segja þér leyndardóm konunnar og dýrsins, sem hana ber, þess er hefur höfuðin sjö og hornin tíu:

Dýrið, sem þú sást, var, en er ekki, og það mun stíga upp frá undirdjúpinu og fara til glötunar. Og þeir, sem á jörðu búa, þeir, sem eiga ekki nöfn sín skrifuð í lífsins bók frá grundvöllun veraldar, munu undrast, er þeir sjá dýrið sem var og er ekki og kemur aftur.

Hér reynir á skilning og speki. Höfuðin sjö eru sjö fjöll, sem konan situr á. Það eru líka sjö konungar.

Fimm eru fallnir, einn er nú uppi, annar er ókominn og er hann kemur á hann að vera stutt.

Og dýrið, sem var, en er ekki, er einmitt hinn áttundi, og er af þeim sjö, og fer til glötunar.

Og hornin tíu, sem þú sást, eru tíu konungar, sem enn hafa eigi tekið konungdóm, heldur fá vald sem konungar eina stund ásamt dýrinu.

Þessir hafa allir eitt ráð, og máttinn og vald sitt gefa þeir dýrinu.

Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu, munu sigra þá, því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga.

Og hann segir við mig: Vötnin, sem þú sást, þar sem skækjan situr, eru lýðir og fólk, þjóðir og tungur.

Og hornin tíu, sem þú sást, og dýrið, munu hata skækjuna og gjöra hana einmana og nakta, eta hold hennar og brenna hana í eldi,

því að Guð hefur lagt þeim í brjóst að gjöra vilja sinn og vera samráða og gefa ríki þeirra dýrinu, allt til þess er orð Guðs koma fram.

Og konan, sem þú sást, er borgin mikla, sem heldur ríki yfir konungum jarðarinnar.

 

Hér er talað um þessa konu sem ríður á dýrinu, þessi kona var drukkin af blóði hinna heilögu og af blóði Jesú votta. Það hefur verið skrásett að 60 milljónir kristinna manna voru drepnir á myrku öldunum af kaþólsku kirkjunni. Svo ég trúi að þessi kona sem ríður á dýrinu sé táknmynd upp á Jezebel sem tók sér meðal annars bólsetu í kaþólsku kirkjunni og hún ríður á dýrinu s.s. endurreistu Rómarveldi. (ESB) 

Sjáum þá aftur myndina af konunni og dýrinu fyrir framan þjóðþingsbygginguna í Brussel, Belgiun.

 

 

Þetta er fyrir framan augun á heiminum og þetta er mjög athyglisvert, hvernig spádómar biblíunnar virðast vera að ganga í uppfyllingu fyrir framan augun á okkur.

 

Ég hvet ykkur til að lesa og skoða þetta efni fyrir ykkur sjálf. Þetta er mín skoðun og ég tek fram að ég get ekki sagt fyrir víst að þetta sé svona því þetta eru gífurlega djúpir kaflar sem ég fór í. En það bendir mjög margt til þess að pallurinn sem antikristur mun stíga inní sé að verða raunverulegur fyrir augum okkar.

 

Ég þarf varla að koma með galla þess að ganga inn í Evrópusambandið því það sem fram hefur komið segir okkur að við viljum ekki eiga hlut í þessu.

 

Ég gæti komið fram með blaðagreinar sem ég hef tekið eftir þar sem ráðamenn Evrópusambandsins tala um að ef að þjóðir koma ekki inn í bandalagið þá mun það ekki skipta máli því að þeir munu ráða hvort sem er og þá get ég tekið dæmi um fiskveiðilögsögu Íslands. Og í þeirri grein var því haldið fram að það væri best ef að við myndum bara koma inn til þess að losna við frekari leiðandi og að við ættum þá allaveganna atkvæðið okkar þar. Ég sá einnig grein þar sem einn innan ESB sagði að takmarkið væri að sameina allan heiminn.

 

Þetta bandalag er sett fram þannig að stærstu þjóðirnar ráða, jú hinar hafa kannski atkvæði en þegar á botnin er hvolt þá ráða þeir stærstu og sterkustu.

 

Við viljum vera sjálfstæð þjóð áfram svo við skulum öll biðja fyrir varðveislu landsins okkar að Guð mætti halda okkur fyrir utan öll óguðleg bandalög, fyrir ráðamönnum þjóðarinnar að þeir taki réttar ákvarðanir og að vakning mætti koma í Jesú nafni.

 

Sigurður Júlíusson  // www.ljosimyrkri.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband