Frá trú til vantrú og aftur til trúar saga ungsmans.

Mér langar til að biðja ykkur um að staldra við hér í smá stund og hlíða á það sem ég hef að segja.

Fyrir nokkuð mörgum árum eða 1985 var ég staddur á samkomu í kirkjulækjarkoti ( kotinu ) eins og margir þekkja það en foreldrar mínir höfðu tekið trúna á Jesú nokkrum árum á undan ég var ekki nema 10 ára þegar þetta gerist og ég var nú ekki á þeim buxunum á þessu tímabili að stunda trú eða gera neit annað en að leika mér við krakkana sem ég var búinn að kynnast þarna á svæðinu það var nóg að gera skoða dýrin og skoða allt á meðan foreldrarnir voru á samkomum í tjaldinu.

Eitt kvöldið ákvað ég þó að fara með þeim á samkomu og fylgjast með samkomunni enda var verið að spila flotta tónlist og ég var mikil trommari þá og það var gaman að sjá trommuleikarans sem greinilega hafði gaman af þessu síðan lauk sungnum og ræðan tók við ræðumaðurinn minnir mig var Vörður núverandi safnaðarhirðir í Hvítasunnu kirkjunni og hann var að tala um jesu jú allar sögurnar sem maður var búinn að heyra í sunnudagaskólanum að hann hafi dáið fyrir syndir fólksins en síðan í lokin fór hann að segja við fólk að ef einhver væri hér inni í tjaldinu sem vildi eiga jesú í sínu hjarta þá ætti viðkomandi að rétta upp höndina ég sá að mamma var að skima í kringum sig og skoða hver væri nú að taka ákvörðun að gera Jesú að sýnum frelsara nema hvað að ég var búinn að rétta upp höndina  ég man eftir að mamma sá að ég var að rétta upp höndina og hún ætlaði að fara ýta henni niður þegar hún hætti við, ég spurði hana af hverju að hún hætti við nokkrum árum seinna og hún sagði að þetta hafi verið mitt val ekki hennar og hún átti ekki að skipta sér af ) en aftur í tjaldið þegar ræðumaðurinn sá þennan unga 10 ára snáða rétta upp höndina þá kallaði hann mig upp og við báðum saman og þarna á .þessu kvöldi gerði ég Jesú að mínum frelsara.

Ég var frá eyjum þannig að maður fór í betel þar var Snorri óskarsson sem ég var nú hálf hræddur við enda fannst mér hann skrítin en hann varð forstöðumaður minn nokkru eftir þetta ákvað ég að skýrast því að það var talað um það í biblíunni og ég vildi gera það ég fór í kennslu hjá Snorra og lærði utanað 23  Davíðsálm sem ég man enn í dag árin liðu og foreldrar mínir fluttu upp á land og ég fór að stunda samkomur í Fíladelfíu en þarna er ég orðin 19 ára og ég hlustaði á útvarpstöðina ALFA sem maður að nafni Eiríkur Stefánsson hafði stofnað en var þá komin í eigu samfélagana í Reykjavík og var á Bílshöfða 8 ég var að vinna í nágrenninu og einn daginn ákvað ég að kíkja inn því að í mér hafði alltaf leynst einhverskonar útvarpsmaður og mér langaði að kynnast kristilegri tónlist betur og ég fékk að vera að senda út tónlist á laugardögum og var það í nokkrar vikur en einn daginn kom útvarpstjórinn og bauð mér að vera með þátt á Föstudögum frá kl 22 - 04 á næturnar og ég þáði það og þetta var gaman að segja fólkinu frábært hvað Jesús var að gera og spila flotta tónlist en eins og oft áður þá gerir maðurinn hluti í eigin mætti og gleymir að hafa Guð með og það gerðist á alfa því að ákveðið var að kaupa útvarpstöðina Stjörnuna sem var ein vinsælasta útvarpstöð landsins á þeim tíma og breyta henni í kristilega útvarpstöð og verð ég að segja að það var of stór biti og hætti hún eftir 1 eða 2 ár því miður en þá hélt ég að mínum útvarpsferli væri lokið.

Einhver tími leið og ég var komin með mína fyrstu kærustu og var að veiða með henni og foreldrum hennar í Norðurá þegar bróðir hennar fer að tala við mig og við förum að tala um útvarp og einhvernvegin komst ég að því að útvarpstöð fyrir norðan væri til sölu og í raun án þess að gera mér grein fyrir því þá hringdi ég í pabba og sagði honum frá því og hann hringdi í eiganda stöðvarinnar sem voru kallaðir Kenedy bræðurnir og áttu þeir stöðina í samstafi við bylgjuna en vildu selja og pabbi bauð í stöðina 3.miljónir sem var nú ekki mikið fyrir útvarpstöð með öllu en þeir sögðust vilja skoða málið og ath önnur tilboð en viti menn þeir fengu tilboð upp á 7 miljónir en bylgjan sem átti meirihluta neitaði að selja einhverjum sem var að fara í hugsanlega samkeppni við þá og endaði það með því að pabbi fékk stöðina og var farið 2 vikum eftir þetta á tveimur stasion bílum að ná í heila útvarpstöð norður og við komum henni heim á innan við sólahring og heitir stöðin í dag LINDIN fm 102.9 og er rekin af yndislegu fólki sem Guð fékk í þetta starf en ég og pabbi hurfum frá og fórum til annarra starfa nokkrum árum síðar opnuðum við aðra útvarpstöð sem hét hljóðneminn fm 107.0 sem var fyrsta stöðin á Íslandi sem var með 100% talað mál og var það okkar stefna að vera með stöð fyrir alla sem vildu boða trúna skipti ekki máli hvaða söfnuður kom allir fengu að vera með en þá fengum við að kynnast því að pólitík er ekki bara á alþingi heldur líka hjá kirkjunum því að við fórum að heyra ef þessi er þá vill ég ekki vera með eftir að við hættum með stöðina fór ég að færa mig fjær Guði og loks missti áhugann fór í drykkju og annað sem er kannski ekki gott að vera tala um hér.

Ég helti mér í vinnu og síðan fyrir rest flutti ég heim til eyja þar sem drykkjan fór að verða verri og verri en síðan kynntist ég stúlku á bar sem ég var að vinna á og við forum að vera saman hún var nú ekki hrifin af þessu trúar veseni og fór það í hanna þegar mamma var að tala um þetta við mig en eitthvað síaðist inn og hún fór að leita Guðs og lesa og hafa áhuga á að kynnast honum og var að tala um þetta við mig ég hafði alltaf verið varaður við að kynnast ekki ófrelsaðri stúlku því að líkurnar á því að ég næði að draga hanna væru minni en að hún næði að draga mig frá en .þarna var Guð að vinna trúi ég því að ég fór að sína þessu áhuga aftur hlusta á tónlistina og segja henni frá og um leið og ég gerði það þá kviknaði æst mín á orðinu aftur og að lesa og fræðast núna í dag erum við bæði í söfnuði og eigum yndislegt samband við Guð og ég er að vinna í að opna útvarpstöð til að lesandi minn getir átt það sama og ég .

Mér langar að bjóða þér á tónleika næsta Föstudag í krossinum kl 20:00 þetta eru bara tónleikar og ef þér líst vel á komdu þá aftur á laugardag og sunnudag og vittu til að þú getur átt það sama og ég

Kveðja Trúbróðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband