Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Boðorðin 10

bodordin10.jpg

Nýtt efni komið inn á www.talrasin.is

kensla2_916447.jpgJá við erum búinn að setja inn nýtt efni inn með The Way Of The Master en þetta er kensla nr 2 af 8.

 

 

 

 

 

ron-botha-29-09-09.jpgSíðan er komin inn ræða með Ron Botha sem var tekin upp í krossinum í gær.

við hvetjum ykkur til að fara á www.talrasin.is og hlusta.


Hell's Best Kept Secret www.talrasin.is

Hell's Best Kept Secret kensla með Kirk Cameron og ray Comfort þetta er geggjuð kensla og er fyrsta kenslan af 8 sem koma daglega.
www.talrasi
kensla1.jpgn.is


Myndband Vikunnar

 Ég var að skoða vefinn í dag og fann þetta myndband og langaði að deila því með ykkur.

Ég fór að gráta þegar ég sá það og ég lofa að það mun snerta við ykkur.


Nýtt efni á www.talrasin.is

Vorum að setja inn tvær nýjar kenslur en það er Siggi hjá omega með Ljós í Mirkri en það er með mynd og síðan Pastor Ron Reed Lifetime in the Word ser er á ensku og frábær kensla endilega farið inn á www.talrasin.is til að horfa og hlusta.


Nýtt upptaka síðan 1995 (vitnispurður)

Já þá er enn verið að bæta inn en núna vorum við að setja inn vitnisspurð með konu sem heitir Freydís Fannbergsdóttir sem fékk heilablóðfall aðeins 19 ára gömul og hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika í lífinu.

Vitnisburðurinn er upptekin árið 1995 og við hvetjum ykkur til að hlusta en þetta er hægt að hlust á heimasíðunni  www.talrasin.is  og er hægramegin á síðunni.


Ný upptaka á www.talrasin.is

Já rétt í þessu vorum við að setja inn ræðu sem var tekin upp á tímabilinu 1980-1989 í BETEL í Vestmannaeyjum en það var Snorri Í BETEL sem var að predika og þar á undan talaði Geirjón Þórisson.

Ræðan er merkileg og vill ég hvetja sem flesta til að fara inn að hlusta .


Viltu vera vinur minn

"Viltu vera vinur minn." -  Þessa beiðni leggja menn fram á feisbókinni í hundraðavís.  Í dag eru 300 milljónir manna skráðir á þessa ágætu feisbók víða um heim og nota hana mismikið, eins og gengur.  Flestir sem slíka sendingu fá þekkjast boðið.   Aðrir neita.  Þeir gera útstrikunina að sínum valkosti.  Með öðrum orðum.  Þeir vilja ekki verða feisbókar vinur einhvers.  Og hafa vitaskuld fullt leyfi til.  Ýmislegt er nú til.  Ekki verður annað sagt.  Lífið snýst um tölvuna, internentið og að vera í samskiptum við allt og alla helst út um allan heim og allra helst á nákvæmlega sama tíma.  Það er málið.  Feisbókin snýr á tímann.  Eða hvað?  Hvað fornmaður skildi geta gert sér það í hugarlund að menn gætu eignast feisbókarvini bara með því einu að kveikja á tölvunni sinni og fara svo inn á ákveðna síðu og senda þessa fyrrispurn:  "Viltu vera vinur minn."  Eða:  "Viltu vera memm? "  eins og krakkarnir segja þegar þeir banka hjá vinum sínum.  Og eru þá í raun að segja:  "Viltu leika við mig?"  Já, bræður og systur!  Við lifum einkennilega tíma þar sem allt er raunverulega hægt.  Tölvan hélt innreið sína í heim mannanna og breytti vitaskuld heilmiklu í daglegu lífi fólks.  Tölvan er þarfagripur og ótrúlega fjölhæf.  Með tölvunni er hægt að framkvæma ýmislegt sem áður þurfti mikinn tækjabúnað við en má nú gera inn í þessum turni sem hýsir vélbúnað tölvunnar.  Munum að Drottinn veit alveg um tilkomu tölvunnar.  Og hann vill að sitt fólk noti þessa leið til trúboðs.  Þarna opnast trúboðanum gríðarlega öflugur farvegur sem margir eru á.  Þarna staldra menn við.  Jesús er allstaðar þar sem maðurinn er.  Já, líka á fésbókinni.  En til þess að það sé mögulegt þarf fésbókarfólk að segja frá Jesús á síðunni.  Eins og ævinlega ber maðurinn sína ábyrgð að segja frá því sem hann trúir á til að aðrir megi hólpnir verða.  Sagt er að krakkar og ungmenni hangi á fésbókinni.  Eflaust er þetta rétt.  Eða að sumu leiti.  En sumir krakkar hafa bara alltaf haft þörf fyrir að hanga einhversstaðar.  Hvað um sjoppuhangsið hér áður fyrr?  Sjoppan var staðurinn sem sumir krakkar komu saman á.  Sjoppan var ekki góður uppeldisstaður en samt það sem sumir krakkar sóttust eftir að vera á helst öll kvöld í endalausum brandarkeppnum, kókþambi og hlátrum.  Má vera að sjoppuhangsið sé útdautt.  En eitt sinn var allgott líf í sjoppuhangsinu.  Nú er það feisbókin og aðrar álíka bækur á netinu sem ungir og gamlir "hanga" á.  Eins stundum er sagt.   Hangs er ekki heppilegt.  Sjoppuhangsið var það ekki heldur.  Hangs er ágæt ábending til manna um að eirðarleysi sé í gangi.  Hangs er eitt, að kíkja við annað. Munum það. En þrátt fyrir feisbókina og aðrar álíka "bækur" er Jesús raunveruleiki og hann vill finna þig.  Jesú hefur ekkert breytt sér.  Jesús lifir!  Hann lifir! Amen.

www.konni.is 


Hvað er að vera fráfallin.

Já þegar stórt er spurt koma kannski ekki mörg svör.

ég er einn af þeim sem kallast að vera fráfallin kristin einstaklingur en ég frelsaðist þegar ég var 10 ára og tók þá persónulega á móti Jesú í mitt líf og lifði samkvæmt hans orði í nokkur ár en féll síðan frá eins og fólk kallar það þar að segja hætti að stunda samfélagið við aðra og bara hætti.

Maður fór eins lagt og mögulegt er fór í drykkju og hagaði mér eins og allir aðrir sem ekki hafa tekið við honum sem frelsara sínum og með þessu komu lygar og vinna missi en ég taldi að það mundi verða betra að vera ekki frelsaður en ég hafði rangt fyrir mér því mér leið ekki vel í þessu lífi sem ég hélt að ég væri búinn að missa af.

Í fyrra þá gifti ég mig frábærri stelpu sem var eins og ég ekki mikið fyrir þetta trúar dót eins og ég var farin að kalla þetta en síðan fór hún að hafa áhuga á trúnni eftir að hún fann mikið magn af kristilegri tónlist á tölvunni hjá mér og hún fór að lesa biblíuna og spyrja mig um hitt og þetta varðandi orð guðs og kveikti það aftur í þrá minni að fylgja orði guðs en það var alltaf einhver hræðsla um hvað fólkið mundi hugsa ( þá meina ég frelsaða fólkið )en það hvarf mér er sama hvað þau hugsa því að ég finn að ég er komin heim ef segja má.

Þó að ég hafi afneitað guði á tímabili þá hefur hann ekki afneitað mér og hann hefur ekki afneitað þér ef þú ert í sömu stöðu hann elskar mig og elskar þig.

Ég fór á samkomu núna um daginn með konuna og hún er búinn að ákveða það að taka skrefið lengra og láta skírast sem mér finnst æðislegt og frábært hvað guð er að gera í lífi okkar þessa dagana en við finnum líka mótlætið sem kemur það er að segja þessir svokölluðu vinnir þeir eru farnir og vilja ekki neit með okkur hafa en það er ok.

Ég vona ef þú ert að leita til guðs aftur og ert hræddur eða hrædd mundu þá að þú ert ekki einn eða ein ég skal hafa þig í mínum bænum og biðja guð um að hjálpa þér í gegnum þetta.

Þú getur líka sent spurningar á mig og ég skal gera mitt besta til að svara eða leita svara fyrir þig  á talrasin@talrasin.is

Takk fyrir að lesa þetta Guð blessi þig

Kveðja ( Ein endurfæddur )


michael w smith ( lagið heitir Breath )

Hér má finna fallegt lag sem ég var að bæta við myndum frá Íslandi en það er michael w smith  ( lagið heitir  Breath ) endilega skoðið þetta er frum raun okkar á talrásinni með myndbönd en vonandi er þetta ok.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband