Hvað er að vera fráfallin.

Já þegar stórt er spurt koma kannski ekki mörg svör.

ég er einn af þeim sem kallast að vera fráfallin kristin einstaklingur en ég frelsaðist þegar ég var 10 ára og tók þá persónulega á móti Jesú í mitt líf og lifði samkvæmt hans orði í nokkur ár en féll síðan frá eins og fólk kallar það þar að segja hætti að stunda samfélagið við aðra og bara hætti.

Maður fór eins lagt og mögulegt er fór í drykkju og hagaði mér eins og allir aðrir sem ekki hafa tekið við honum sem frelsara sínum og með þessu komu lygar og vinna missi en ég taldi að það mundi verða betra að vera ekki frelsaður en ég hafði rangt fyrir mér því mér leið ekki vel í þessu lífi sem ég hélt að ég væri búinn að missa af.

Í fyrra þá gifti ég mig frábærri stelpu sem var eins og ég ekki mikið fyrir þetta trúar dót eins og ég var farin að kalla þetta en síðan fór hún að hafa áhuga á trúnni eftir að hún fann mikið magn af kristilegri tónlist á tölvunni hjá mér og hún fór að lesa biblíuna og spyrja mig um hitt og þetta varðandi orð guðs og kveikti það aftur í þrá minni að fylgja orði guðs en það var alltaf einhver hræðsla um hvað fólkið mundi hugsa ( þá meina ég frelsaða fólkið )en það hvarf mér er sama hvað þau hugsa því að ég finn að ég er komin heim ef segja má.

Þó að ég hafi afneitað guði á tímabili þá hefur hann ekki afneitað mér og hann hefur ekki afneitað þér ef þú ert í sömu stöðu hann elskar mig og elskar þig.

Ég fór á samkomu núna um daginn með konuna og hún er búinn að ákveða það að taka skrefið lengra og láta skírast sem mér finnst æðislegt og frábært hvað guð er að gera í lífi okkar þessa dagana en við finnum líka mótlætið sem kemur það er að segja þessir svokölluðu vinnir þeir eru farnir og vilja ekki neit með okkur hafa en það er ok.

Ég vona ef þú ert að leita til guðs aftur og ert hræddur eða hrædd mundu þá að þú ert ekki einn eða ein ég skal hafa þig í mínum bænum og biðja guð um að hjálpa þér í gegnum þetta.

Þú getur líka sent spurningar á mig og ég skal gera mitt besta til að svara eða leita svara fyrir þig  á talrasin@talrasin.is

Takk fyrir að lesa þetta Guð blessi þig

Kveðja ( Ein endurfæddur )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband