Guš blessi Ķsland
9.10.2009 | 11:57
Nś eru alvörutķmar. Tónninn ķ rįšamönnum žjóšarinnar er žungur og ytri ašstęšur okkar sem žjóšar er afar ķžyngjandi.
Menn berja sér og barma.
Žaš er ekki aš undra aš ótti og kvķši sęki aš fólki og jafnvel örvęnting. Žegar menn lķta til žeirra sem eiga aš veita leišsögn og leiša fram lausn, kemur ķ ljós aš menn hafa fariš geitarhśs aš leita ullar.
Menn eiga ekki lausn.
Ég heyri gjarnan tal um skjótan bata og aš land muni senn rķsa. Žeir sem tala meš slķkum hętti hafa ekki veruleikann meš sér. Ég er žeirrar skošunar aš žjóš okkar hafa ekki enn bitiš śr nįlinni. Viš munum enn sjį boša og bylgju brotna į okkur.
Hvaš er til rįša?
Eina śrręšiš sem viš höfum er aš snśa bökum saman og setja allt okkar traust į Guš. Menn hafa ķ flimtingum aš Geir Haarde žįverandi forsętisrįšherra lauk afdrifarķkri ręšu ķ upphafi hruns meš oršunum Guš blessi Ķsland.
Undarlegt aš menn skuli gantast meš žetta, žar sem žetta er trślega žaš besta sem sagt hefur veriš ķ allri žessari umręšu.
Viš veršum aš leita Gušs af öllu hjarta og elska Hann sem og nįunga okkar.
Hér er formślan:
Luk 10:27 Hann svaraši: "Elska skalt žś Drottin, Guš žinn, af öllu hjarta žķnu, allri sįlu žinni, öllum mętti žķnum og öllum huga žķnum, og nįunga žinn eins og sjįlfan žig."
Ef viš leysum kraft kęrleikans śr lęšingi mun allt fara vel, en žessi barningur į hnefanum fer hvorki meš okkur lönd eša strönd.
Guš blessi žig.
Gunnar Žorsteinsson.
Tekiš af heimasķšu Krossins www.krossinn.is
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.